Dans- Og Söngvamynd

Dans- og söngvamynd er kvikmyndategund þar sem söngur og dans eru oftast hluti af persónusköpun og söguþræði, en stundum aðeins til að skapa hlé á framvindunni og fanga athygli með íburðarmiklum atriðum.

Dans- og söngvamyndir eru oft byggðar á söngleikjum sem settir hafa verið upp í leikhúsum. Helsti munurinn liggur í sviðsetningu, þar sem dans- og söngvamyndir nýta sér oft tilkomumikil sögusvið utandyra. Dans- og söngatriðin eru svipuð í báðum þessum greinum og flytjendur í söngatriðum koma oft fram eins og þeir væru að flytja atriðið fyrir áhorfendur í sal, horfa til dæmis beint í myndavélina.

Dans- Og Söngvamynd
Auglýsing fyrir dans- og söngvamyndina Singin' in the Rain frá 1952.

Dans- og söngvamyndir komu til sögunnar árið 1927, þegar fyrsta talmyndin, The Jazz Singer, var gerð, en hún var á mesta leyti þögul mynd. Fyrsta alvöru talmyndin var The Lights of New York, en sem var reyndar ekki dans- og söngvamynd, en hafði eitt söng atriði. Frá árunum 1929 til 1930 voru gerðar margar dans- og söngvamyndir, eins og Broadway Melody (1929), Sunnyside Up (1929) og King of Jazz (1930). Dans- og söngvamyndir frá þessum tíma litu meira út eins og leikrit, og notuðu oftast leiksvið atriði með einum söngvara og dans hóp. Almenningurinn var orðinn þreyttur af dans- og söngvamyndum árið 1930, en svo urðu þær aftur vinsælar árið 1932. Einn af fyrstu leikstjórum þess tíma var danshöfundurinn Busby Berkeley sem nýtti sér kvikmyndatæknina til að hanna mjög íburðarmikil dansatriði með samræmdum hreyfingum stórra hópa dansara í sérhannaðri sviðsmynd. Seinna á 4. áratugnum urðu dans- og söngvamyndir með Fred Astaire og Ginger Rogers fastur liður í bandarískum kvikmyndahúsum og lögin úr myndunum nutu mörg hver mikilla vinsælda. Galdrakarlinn í Oz frá 1939 með Judy Garland í aðalhlutverki vakti athygli sem fyrsta litmyndin gerð með Technicolor.

Á seinni hluta 20. aldar voru gerðar margar söngvamyndir byggðar á söngleikjum Rodgers og Hammerstein og fleiri, með stjörnum á borð við Fred Astaire, Gene Kelly, Bing Crosby, Frank Sinatra, Judy Garland, Ann Miller, Kathryn Grayson og Howard Keel. Margar af þessum myndum eru með frægustu kvikmyndum allra tíma, eins og South Pacific, My Fair Lady og The Sound of Music. Þegar líða tók á 7. áratuginn þóttu þessar klassísku dans- og söngvamyndir af ýmsum ástæðum gamaldags. Nokkrar myndir tóku að gera uppreisn gegn forminu og/eða notast við rokklög, eins og The Rocky Horror Picture Show, Litla hryllingsbúðin, Grease og Footloose. Hefðbundna söngleikjaformið hélt áfram í teiknimyndum Disney, eins og Litlu hafmeyjunni og Aladdín.

Vinsældir dans- og söngvamynda hafa ekkert minnkað eins og sést á nýlegum metsölukvikmyndum á borð við La La Land, Frozen og Encanto. Bollywood-myndir eru indverskar rómantískar dans- og söngvamyndir sem hafa notið samfelldrar velgengni frá upphafi þeirra á 4. áratugnum og hafa síðustu áratugi haft áhrif á vestrænar dans- og söngvamyndir.

Dans- Og Söngvamynd  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

DansLeikhúsSöngleikurSöngur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Petr PavelKristniPóllandHrefnaÍslensk mannanöfn eftir notkunRúnirSveitarfélög ÍslandsKynjafræðiGerður KristnýBárðar saga SnæfellsássTyrklandGildisrafeindÁstríkur og víðfræg afrek hansIngólfur ArnarsonMóðuharðindinStefán MániSuðurnesVigdís GrímsdóttirEggert Ólafsson1980197879GarðaríkiBorgarnesListi yfir lönd eftir mannfjöldaÁróðurBreytaEivør PálsdóttirSteindVestfirðirIðntölvurWikipediaSpendýrYrsa SigurðardóttirLokiÍslensk krónaOPóstmódernismiStorkubergMorð á ÍslandiDSiðaskiptin á ÍslandiBjartmar GuðlaugssonKeníaEinar Ágúst & TelmaHeklaDrekkingarhylurLúkasarmáliðHrímfaxi og SkinfaxiFenrisúlfurGuðni Th. JóhannessonGoogle TranslateNorræn goðafræðiMiðgildiStéttarvitundHeildunSíminnAtlantshafsbandalagiðNúmeraplataSturlungaöldÓðaverðbólgaMótmælin gegn afturköllun umsóknar um aðild Íslands að EvrópusambandinuSögusviðSálgreiningKreppan miklaHallveig FróðadóttirDómpápiSnorra-EddaWOW airSveinn BjörnssonHáskóli ÍslandsLeiðtogafundurinn í HöfðaListi yfir landsnúmer🡆 More