Bankastræti

Bankastræti er verslunargata í miðborg Reykjavíkur sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg að gatnamótum við Lækjartorg.

Bankastræti
Bankastræti árið 2014.
Bankastræti
Bankastræti um 1900.

Bankastræti heitir eftir Landsbanka Íslands sem hóf starfsemi sína í Bankastræti 3 þann 1. júlí árið 1886. Nokkrum árum áður, eða þann 2. september 1876 var kveikt á fyrsta götuljósi í Reykjavík, en það stóð hjá Lækjarbrúnni og var steinolíulugt. Lækjarbrúin var steinbrú yfir lækinn sem nú liggur undir Lækjargötu.

Í upphafi 20. aldar var Bankastræti ekki einstefnugata og þá var hægt að keyra upp götuna að Laugavegi. Ef menn óku upp Bankastræti varð að beygja inn á Ingólfsstræti eða til hægri upp Skólavörðustíginn.

Bankastræti hét áður Bakarastígur eða Bakarabrekka, kennd við Bernhöftsbakarí sem var frá 1834 í gömlu húsunum í Bankastræti 2. Nú er nafnið Bakarabrekka notað um grösuga brekku fyrir neðan Bernhöftstorfuna á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Styttan Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson er í Bakarabrekkunni. Þar er einnig stórt útitafl með taflmenn eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara.

Almenningssalernið Núllið er svo nefnt vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu og neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar. Það er tvískipt, karla öðrumegin við götuna en kvenna hinumegin, niðurgrafið svo einungis sést stigaopið á yfirborðinu. Salernið hefur verið lagt af en inngangarnir standa ennþá. Rýmin hafa verið notuð undir ýmsa starfsemi og Pönksafn Íslands er staðsett í austara rýminu.

Í Bankastræti eru fjölmargar verslanir sem hafa starfað þar lengi, eins og undirfataverslunin Stella (Bankastræti 3), tóbaksverslunin Björk (Bankastræti 6) og veitingastaðurinn Prikið (Bankastræti 12).

Í kvikmyndum og sjónvarpi

Menningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir kvikmyndina Dís. Eins voru ásjónur nokkurra húsa á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis færð til eldra horfs fyrir kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Bíódagar til að passa við tíðaranda myndarinnar.

Heimildir

Bankastræti   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

LaugavegurLækjartorgMiðborg ReykjavíkurSkólavörðustígur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ApavatnHerdís ÞorgeirsdóttirFæreyjarBleikjaAriel HenryMegindlegar rannsóknirMetanólBeinþynningSpurnarfornafnBrad PittGæsalappirReykjavíkVatnsaflEinokunarversluninAfturbeygt fornafnArgentínaÚlfurFreyrFrumeindParísHinrik 2. EnglandskonungurYrsa SigurðardóttirStykkishólmurÍbúar á ÍslandiSamtengingKnattspyrnaSvalbarðiDagur jarðarBrúttó, nettó og taraListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaÞekkingSnjóflóðið í SúðavíkEiffelturninnSöngvakeppnin 2024Bragfræði66°NorðurGrikklandKváradagurGunnar ThoroddsenÞjóðvegur 1VetniSundhöll KeflavíkurÁsgeir ÁsgeirssonKróatíaLjóðstafirSævar Þór JónssonRúnar Alex RúnarssonSíderMöndulhalliSveitarfélög ÍslandsKærleiksreglanJóhanna SigurðardóttirUTCHáskóli ÍslandsKalda stríðiðManchester UnitedKennimyndFálkiListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurFaðir vorKorpúlfsstaðirFuglÆgishjálmurElísabet 2. BretadrottningIngvar E. SigurðssonLestölvaHlutlægniSumardagurinn fyrstiEdiksýraKaupmannahöfnErpur EyvindarsonElísabet JökulsdóttirBreskt pundGyðingdómurÓlafur Ragnar GrímssonGuðmundar- og Geirfinnsmálið🡆 More