Úllen Dúllen Doff

Úllen dúllen doff er ein vinsælasta úrtalningarromsa sem börn nota á Íslandi og hefur hún verið það lengi.

Eitt algengasta form romsunnar er

    Úllen dúllen doff
    kikke lane koff
    koffe lane bikke bane
    úllen dúllen doff.

Einnig er til útgáfan

    Úllen dúllen doff
    kikki lani koff
    koffi bani kikki lani (bikki bani)
    úllen dúllen doff

og

    Úllen dúllen dú
    koffe ralle kú
    koffe ralle búkke balle
    úllen dúllen dú.

Þessi íslenska romsa hefur þá sérstöðu að ekki er talið úr með því að benda heldur kreppa allir hnefana og rétta fram hendurnar. Viðkomandi sem telur úr slær með krepptum hnefanum á alla hnefana um leið og hann fer með romsuna, og sá hnefi sem hann slær á síðast er lagður fyrir aftan bak. Svona er haldið áfram þangað til aðeins einn hnefi er eftir.

Saga

Þessi romsa kom snemma til Íslands, en í handriti sem talið er hafa verið skrifað í kringum 1860 eftir Brynjólf Jónsson er minnst á svipaða romsu:

Úllen Dúllen Doff 
...hann bendir á hvurt eptir annað og mælir þessi málleisu[svo] orð: „úlin, dúlin, doff, fíngel, fængel, foff, foffúr alinn, merki, penni, e, be, bu, bú, kol, vaff, enn; dje, sloff, enn“. Sá sem seinast lendir "enn" á verður kóngur...
Úllen Dúllen Doff 

Á öðrum tungumálum

Hið íslenska afbrigði er vafalaust komið frá Norðurlöndunum. Í dönsku bókinni Anna Erslevs Legebog frá árinu 1904 er romsan:

    Ullen dullen dof
    fingen fangen fof
    fof for alle Mærkepanden
    E B ba buf.

Í norsku bókinn Gøy i barneselskap frá árinu 1964 stendur:

    Ole dole doff
    kinkliane koff
    koffliane birkebane
    Ole dole doff.

Í sænsku bókinni Svenska folklekar och danser (Tillhagen og Dencker) er romsan mjög lík okkar:

    Ole dole doff
    kinke lane koff
    koffe lane binke bane
    ole dole doff.

Höfundar bókarinnar Svenska folklekar och danser segja að þessi romsa sé einnig þekkt í Þýskalandi og að orðin hafi líklega afbakast af latnesku töluorðunum unum sem merkir „einn“, duo sem merkir „tveir“, og quinque sem merkir „fimm“. Orðið unum á þá að hafa orðið að „úllen“, duo að „dúllen“ og quinque að „kikke“. Þetta getur verið rétt þótt undarlegt megi þá teljast að sleppt hafi verið „þremur“ og „fjórum“ eða tres og quattuor en í stað þeirra komi orðið „doff“.

Fróðleiksmolar

Sjá einnig

Heimildir

Ytri tenglar

Tags:

Úllen Dúllen Doff SagaÚllen Dúllen Doff Sjá einnigÚllen Dúllen Doff HeimildirÚllen Dúllen Doff Ytri tenglarÚllen Dúllen DoffÍslandÚrtalningarromsa

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MegasLönd eftir stjórnarfariÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaBúddismiListi yfir morð á Íslandi frá 2000NúmeraplataÁsatrúarfélagiðBaldur ÞórhallssonJóhannes Páll 1.Snjóflóðið í SúðavíkAðalstræti 10Stefán MániHugmyndVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)AlaskalúpínaVeik beygingÁbendingarfornafnBesta deild karlaPáskaeyjaSamtvinnunLondonKreppan miklaBeinþynningFjarðabyggðDaði Freyr PéturssonFreyrJóhann Berg GuðmundssonDemi LovatoÞór (norræn goðafræði)DauðarefsingListi yfir íslensk mannanöfnHaförnNýlendustefnaReykjanesbærÞekkingRíkharður DaðasonMacOSMeistaradeild EvrópuEnskaYfirborðsflatarmálGeirfuglTom BradyBríet (söngkona)MessíasTölvaKaupmannahöfnJörðinNew York-borgDauðiUmhverfisáhrifUnuhúsFrumlagMetanólDátarÍslenskir stjórnmálaflokkarMikligarður (aðgreining)ParísDýrKalda stríðiðValhöllHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2012 - keppni í karlaflokkiSvartidauðiHoluhraunHjónabandGunnar HelgasonÁsgeir ÁsgeirssonErpur EyvindarsonMcGJakob Frímann MagnússonBeinÁrnessýsla1987SamyrkjubúskapurSveindís Jane JónsdóttirSpendýrListi yfir skammstafanir í íslenskuSýslur ÍslandsÓlafsfjörður🡆 More