Carles Puigdemont: Katalónskur stjórnmálamaður

Carles Puigdemont i Casamajó (fæddur 29.

desember 1962) er katalónskur stjórnmálamaður og fyrrum blaðamaður. Hann var borgarstjóri borgarinnar Girona á árunum 2007-2016. Puigdemont var forseti sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu frá janúar 2016 til október 2017 þegar spænsk stjórnvöld hröktu hann frá völdum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Hann flúði til Belgíu ásamt fimm ráðherrum í ríkisstjórn Katalóníu og evrópskar handtökuskipanir (EAW) voru gefnar út til höfuðs þeirra. Í héraðskosningunum 21. desember 2017 var Puigdemont endurkosinn á þingið og flokkur hans hélt naumum meirihluta. Opinberar tölur sýna að 47,6% kusu flokka með yfirlýsta sjálfstæðisstefnu, 43,5% kusu flokka sem eru mótfallnir sjálfstæði og afgangurinn kaus flokka sem eru ekki með stefnu á þessu sviði. Puigdemont óskaði eftir viðræðum við þáverandi forsætisráðherra Spánar Mariano Rajoy, en þeim var hafnað.

Carles Puigdemont: Katalónskur stjórnmálamaður
Puigdemont

Puigdemont var áfram í Belgíu til að forðast handtöku við heimkomu til Spánar. Hann er álitinn útlegð af sumum, aðrir telja hann vera í sjálfskipaðri útlegð og enn aðrir telja hann flóttamann. 25 mars 2018 var honum haldið af þýsku hraðbrautalögreglunni vegna evrópsku handtökuskipunarinnar í norðlenska þýska ríkinu Schleswig-Holstein. Hann var gefinn laus gegn tryggingu, og yfirdómur ríkisins ákvað að hann gæti ekki verið framseldur fyrir ,,uppreisn" því þýsk lög eru ekki samsvaranleg spænskum hvað þetta varðar, en því atriði þarf að framfylgja við evrópsku handtökuskipunina (EAW). 10. júli 2018 afturkallaði spænskur dómari við hæstarétt hann sem fulltrúa á katalónska þinginu. 12. júlí 2018 ákvað þýskur dómstóll að hann gæti verið framseldur aftur til spánar fyrir misnotkun opinberra fjármuna, en ekki fyrir uppreisn sem er alvarlegri kæra. Lögfræðingar Puigdemont sögðu að þeir myndu áfrýja öllum ákvörðunum um að framselja hann. Eftir niðurstöðu þýska dómsins, 19. júlí 2018, lét Spánn fella niður evrópsku handtökuskipunina gegn Puigdemont og öðrum katalónskum embættismönnum í sjálfskipaðri útlegð.

Heimildir

Tags:

196229. desemberBelgíaGironaKatalóníaMariano Rajoy

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Jón Páll SigmarssonÁratugurSvampdýrJökulsárlónListi yfir skammstafanir í íslenskuElvis PresleySameinuðu þjóðirnarHvalirBeinþynningDátarHjónabandTáknListi yfir markahæstu og leikjahæstu knattspyrnumennGylfi Þór SigurðssonForseti BandaríkjannaTaubleyjaCowboy CarterBerserkjasveppurSendiráð ÍslandsJón GnarrLestölvaSundhöll KeflavíkurSpurnarfornafnJean-Claude JunckerSkuldabréfForsetakosningar á Íslandi 2012Eldgosið við Fagradalsfjall 2021Lögbundnir frídagar á ÍslandiÍrakKristniAfturbeygt fornafnVatnsaflFyrsti maíJurtListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurHalldór LaxnessRíkisútvarpiðÓákveðið fornafnNýlendustefnaAsíaForsetakosningar á ÍslandiKjarnorkuslysið í TsjernobylÓðinnVeik beygingBandaríkinEiffelturninnPenama-héraðBerlínÍslamLotukerfiðÁrni MagnússonHamskiptinListi yfir biskupa ÍslandsLandsbankinnBaldur ÞórhallssonFritillaria przewalskiiSkynsemissérhyggjaMinkurJóhann Berg GuðmundssonLakagígarBleikjaSvalbarðiSúrefniSjávarföllSönn íslensk sakamálKrónan (verslun)LandvætturMannshvörf á ÍslandiDauðarefsingBreskt pundPlatonÞorskastríðinViðtengingarhátturAron PálmarssonAskur Yggdrasils🡆 More