22. Mars: Dagsetning

22.

FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

mars er 81. dagur ársins (82. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 284 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 238 - Íbúar rómversku Afríku gerðu uppreisn gegn Maximinusi og hinn aldraði Gordíanus 1. tók við embætti Rómarkeisara ásamt syni sínum, Gordíanusi 2.
  • 1604 - Karl hertogi var hylltur sem konungur Svíþjóðar á stéttaþingi í Norrköping í kjölfar þess að Jóhann hertogi af Austur-Gautlandi afsalaði sér kröfu til krúnunnar.
  • 1622 - Blóðbaðið í Jamestown: Alkonkvínar drápu 347 enska landnema í Jamestown í Virginíu (þriðjung allra íbúa nýlendunnar) og brenndu bæinn Henricus til grunna.
  • 1882 - Bandaríkjaþing bannaði fjölkvæni.
  • 1888 - Enska knattspyrnudeildin var stofnuð.
  • 1895 - Fyrsta kvikmyndasýning sögunnar fór fram í París þegar bræðurnir Auguste og Louis Lumière sýndu áhorfendum í fyrsta sinn kvikmynd. Sýningin var einungis fyrir boðsgesti.
  • 1924 - Þriðja ríkisstjórn Jóns Magnússonar tók við völdum og sat í rúm tvö ár.
  • 1939 - Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð af Oddgeiri Kristjánssyni.
  • 1945 - Arababandalagið var stofnað.
  • 1948 - Skáldsaga Halldórs Laxness Atómstöðin kom út og seldist upp samdægurs.
  • 1959 - Leikfélag Kópavogs frumsýndi leikritið Veðmál Mæru Lindar í leikstjórn Gunnars Hansen í Félagsheimili Kópavogs.
  • 1972 - Geirfugladrangur vestur af Eldey hrundi. Hann var áður um tíu metra hár, en eftir hrunið kemur hann aðeins upp úr um fjöru.
  • 1974 - Bandaríkjaþing samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem kvað á um jafnrétti kynjanna.
  • 1978 - Loftfimleikamaðurinn Karl Wallenda lést þegar hann féll af línu sem hann gekk á á milli hótela í San Juan, Púertó Ríkó.
  • 1982 - Geimskutlan Columbia hélt í sína þriðju geimferð.
  • 1986 - Kvikmyndin Eins og skepnan deyr var frumsýnd í Reykjavík.
  • 1993 - Intel setti fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.
  • 1995 - Valeríj Poljakov sneri aftur til jarðar eftir að hafa dvalið 438 daga í geimnum.
  • 1996 - Fyrsti tölvuleikurinn í leikjaröðinni Resident Evil kom út í Japan.
  • 1996 - Göran Persson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
  • 1997 - Tara Lipinski varð yngsti heimsmeistari sögunnar í listdansi á skautum.
  • 1997 - Íslenska heimildarmyndin Íslands þúsund ár var frumsýnd.
  • 2004 - Ahmed Jassin, leiðtogi Hamassamtakanna myrtur af ísraelska hernum.
  • 2012 - Forseta Malí, Amadou Toumani Touré, var steypt af stóli.
  • 2016 - 35 létust í þremur hryðjuverkaárásum á flugvellinum í Brussel og lestarstöð í Maalbeek í Belgíu.
  • 2017 - Árásin í Westminster 2017: 52 ára Breti ók bíl á vegfarendur á Westminster-brú í London og stakk lögreglumann áður en hann var skotinn til bana.
  • 2017 - Orrustan um Mósúl: Fjöldagröf með þúsundum fórnarlamba Íslamska ríkisins fannst við borgina.
  • 2022 - Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalníj var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir svik og vanvirðingu við dómstóla.
  • 2024 - Vopnaðir menn gerðu skotárás á mannfjölda í tónleikahöllinni Crocus City Hall í Moskvu.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Listi yfir íslensk kvikmyndahúsKristnitakan á ÍslandiListi yfir lönd eftir mannfjöldaSýndareinkanetBandaríkinMiðmyndArizonaGreniListi yfir þjóðvegi á ÍslandiB-vítamínFjölskyldaVottar Jehóva2000TjaldRíkharður DaðasonUmhverfisáhrifTruman CapoteJón Daði BöðvarssonÍslensk mannanöfn eftir notkunPortúgalÚkraínaLoftbelgurJava (forritunarmál)AtlantshafsbandalagiðSveitarfélagið ÁrborgBergþóra SkarphéðinsdóttirRómaveldiSálfræðileg sérhyggjaListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaVistgataValdaránið í Brasilíu 1964SeyðisfjörðurSteypireyðurHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930SpaugstofanSamfylkinginÓlafur Egill EgilssonÍslenskt mannanafnViðreisnAgnes MagnúsdóttirÁfengisbannSjómílaVík í MýrdalHeiðlóaIðnbyltinginRúandaÍslensk krónaBeinagrind mannsinsSjómannadagurinnNorræna tímataliðPóstmódernismiÓlympíuleikarnirHTMLHeiðniJóhanna af ÖrkJúgóslavíaListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiGrænlandJarðfræðiInnflytjendur á ÍslandiJean-Claude JunckerÁhrifssögnC++Bríet (söngkona)Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)Sigrún ÞorsteinsdóttirMjaldurNoregurBorgarahreyfinginDómkirkjan í ReykjavíkAtlantshafÍslenskir stjórnmálaflokkarHáskólinn í ReykjavíkSamveldiðStríð🡆 More