Robert Burns

Robert Burns (25.

janúar 1759 – 21. júlí 1796), einnig þekkt sem Rabbie Burns, var skoskt þjóðskáld. Hann er þekktasta skoska skáldið sem orti á skosku, en hann orti líka á skoskuskotinni ensku, til að ná til fleiri lesenda víða um heim. Burns skrifaði jafnframt á staðalensku, en á því máli tjáði hann sig hispurslaust um stjórnmál og borgaralegt líf.

Robert Burns
Rabbie Burns
Robert Burns
Fæddur25. janúar 1759
Ayrshire, Skotlandi
Dáinn21. júlí 1796
Dumfries, Skotlandi
StörfSkáld
MakiJean Armour
Undirskrift
Robert Burns

Burns er talinn frumherji rómantíkurinnar en eftir andlát hans nýttu stofnendur frjálslyndisstefnu og sósíalismans verk hans til innblásturs. Hann var dýrkaður mikið á 19. og 20. öld og hafa áhrif hans á skoskar bókmenntir lengi verið töluverð. Árið 2009 kusu Skotar hann stórkostlegasta Skota allra tíma.

Þótt Burns semdi mörg verk sjálfur safnaði hann einnig þjóðlögum úr öllum hornum Skotlands en oft breytti hann þeim. Ljóðið og lagið „Auld Lang Syne“ er oft flutt eða sungið á gamlárskvöldi (Hogmanay á skosku). Lagið „Scots Wha Hae“ hefur lengi verið óopinber þjóðsöngur Skotlands. Meðal annarra þekktra ljóða og laga eftir Burns eru „A Red, Red Rose“, „A Man's a Man for A' That“, „To a Louse“, „To a Mouse“, „The Battle of Sherramuir“, „Tam o' Shanter“ and „Ae Fond Kiss“.

Í Skotlandi og víðar um heim er haldið upp á Burnsnótt þann 25. janúar ár hvert. Burnsnótt er óopinber þjóðhátíðardagur Skotlands þar sem fleiri halda upp á hann en Andrésarmessu, opinberan þjóðdag Skotlands. Burnsnótt er fagnað með skoskum mat (haggis, nípum og kartöflum) og ljóð hans „Address to a Haggis“ er lesið upphátt.

Heimild

Robert Burns   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

EnskaSkoskaSkotlandSkáld

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Norður-KóreaRíkisstjórn ÍslandsUmmálSuður-AfríkaBenjamín dúfaReykjanesbærMeðalhæð manna eftir löndumListasafn ÍslandsListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðRíkisstofnanir á ÍslandiHlaupárSívalningurBæjarins beztu pylsurSkordýrLinköpingKalksteinnÁrstíðRafmagnÍrski lýðveldisherinnAfturbeygt fornafnDune (kvikmynd frá 1984)Litla hafmeyjanKyn (málfræði)Bryndís HlöðversdóttirKirkjubæjarklausturHeimildinKári StefánssonÍranGuðrún ÓsvífursdóttirHoldýrRjúpaSádi-ArabíaÁstandiðGrænlandEddukvæðiKleópatra 7.ÞysvákurGuðrún HafsteinsdóttirNorðurland vestraListi yfir íslenskar kvikmyndirKristján EldjárnMarglytturTýrÁbendingarfornafnHöfuðborgarsvæðiðIKEAArgentínaLýðræðiFjörður (Suður-Þingeyjarsýslu)GróðurhúsaáhrifDilkurÍsraelKaupmannahöfnBankahrunið á ÍslandiÁrfetarAndrea GylfadóttirAðaldalurGyðingdómurListi yfir fullvalda ríkiLeikurListi yfir íslenska málshættiAlmenna persónuverndarreglugerðinStari (fugl)Forsetakosningar á Íslandi 2024MeltingarkerfiðÞjórsáTungumál2017OrkumálastjóriHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2008 - keppni í karlaflokkiHektariListi yfir íslensk íþróttaliðListi yfir risaeðlur🡆 More