29. Mars: Dagsetning

29.

FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

mars er 88. dagur ársins (89. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 277 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 537 - Vigilíus varð páfi.
  • 1461 - Orrustan við Towton, sem talin er blóðugasti bardagi sem háður hefur verið á enskri grund, átti sér stað. Þar vann Játvarður 4. sigur á liði Margrétar drottningar.
  • 1549 - Borgin Salvador í Brasilíu var stofnuð.
  • 1613 - Samuel de Champlain var skipaður fyrsti landstjóri Nýja Frakklands.
  • 1613 - Pocahontas, dóttir Powhatans höfðingja, var tekin höndum og færð til Jamestown.
  • 1638 - Fyrstu sænsku landnemarnir komu til Nýju-Svíþjóðar þar sem nú er Delaware.
  • 1691 - Bærinn Mons gafst upp fyrir umsátursmönnum.
  • 1787 - Jón Eiríksson, lögfræðingur og konferensráð svipti sig lífi í Kaupmannahöfn.
  • 1875 - Öskjugosið 1875 hófst. 17 jarðir á Jökuldal fóru í eyði vegna þess.
  • 1881 - Bjarndýr var skotið á Látrum við Eyjafjörð og nokkur fleiri um austanvert landið.
  • 1883 - Mannskaðaveður reið yfir Þorlákshöfn. Tíæringur fórst með áhöfn, en frönsk fiskiskúta bjargaði hásetum af öðru skipi.
  • 1930 - Heinrich Brüning var skipaður ríkiskanslari Þýskalands.
  • 1943 - Skömmtun á mjólkurafurðum á borð við mjólk, smjör og ost hófst í Bandaríkjunum vegna seinni heimsstyrjaldarinnar.
  • 1945 - Síðustu V1-árásir Þjóðverja á England áttu sér stað.
  • 1945 - Skeiðsfossvirkjun í Skagafirði var gangsett.
  • 1947 - Heklugos hófst, hið fyrsta í rúma öld. Gosmökkurinn náði 30 km hæð og barst aska meðal annars til Finnlands og Englands. Gosið stóð í rúmt ár.
  • 1951 - Julius og Ethel Rosenberg voru dæmd sek fyrir njósnasamsæri í Bandaríkjunum. Þau voru tekin af lífi tveimur árum síðar.
  • 1958 - 4 ungir menn fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði.
  • 1961 - Sett voru lög um launajöfnuð kvenna og karla á Íslandi. Skyldu þau komin til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 1967.
  • 1970 - Henný Hermannsdóttir (þá átján ára) sigraði í keppninni Miss Young International, sem haldin var í Japan.
  • 1971 - Kviðdómur í Los Angeles mæltist til þess að Charles Manson yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate.
  • 1973 - Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Suður-Víetnam.
  • 1974 - Kínverskir bændur uppgötvuðu leirherinn.
  • 1976 - Herforingjastjórn undir forystu Jorge Videla tók við völdum í Argentínu.
  • 1981 - Lundúnamaraþonið var sett í fyrsta sinn.
  • 1985 - Manni var bjargað úr jökulsprungu sem hann féll í í Kverkfjöllum eftir 32 klukkustundir.
  • 1988 - Suðurafríska þingkonan Dulcie September var myrt við skrifstofur Afríska þjóðarráðsins í París.
  • 1993 - Édouard Balladur varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1998 - Vasco da Gama-brúin í Portúgal var vígð.
  • 1999 - Dow Jones-vísitalan stóð í 10.006,78 að loknum viðskiptadegi í Wall Street. Þetta var í fyrsta skipti sem vísitalan var yfir 10.000 við lokun kauphallarinnar.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SkandinavíaFrosinnEigindlegar rannsóknir2017Helga ÞórisdóttirLilja Dögg AlfreðsdóttirHaukur MorthensBylgjaRíkisstjórn ÍslandsBalkanskagiRóbert WessmanZagrebLofsöngurFlatey (Skjálfanda)Albert Guðmundsson (fæddur 1997)AtviksorðAfríkaEgilsstaðirLilja SigurðardóttirVöluspáHákarlGylfi Þór SigurðssonMarcus Junius BrutusSamnafnJón Sigurðsson (forseti)Jóhannes Haukur JóhannessonNúmeraplataGuðbjörg MatthíasdóttirListi yfir íslenskar hljómsveitirHalldór LaxnessKárahnjúkavirkjunMóbergGísli á UppsölumSveindís Jane JónsdóttirEinokunarversluninSkopjeMatarsódiListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999RifstangiKnattspyrnaAtlantshafsbandalagiðHvítá (Árnessýslu)Háskóli ÍslandsStari (fugl)Jóhannes NordalÁstralíaKirkjufellGeðröskunSjálfbærniHundurEndurnýjanleg orkaViðskiptablaðiðÞingvellirEmmsjé GautiListi yfir landsnúmerKeila (fiskur)HAM (hljómsveit)Laugardagur2009DanskaGuðrún HelgadóttirEsjaKristnitakan á ÍslandiWikipediaKennitalaLýðræðiÓlafur Ragnar GrímssonLatibærMóðuharðindinÞrælahaldPunktur punktur komma strik (kvikmynd)SpennaUngverjalandHeimildinDemantshringurinnKnattspyrnufélagið VíkingurAlþingiÁrni Magnússon🡆 More