Kynhneigð

Kynhneigð er lýsing á því hvaða kyni einhver laðast tilfinningalega og/eða kynferðislega að.

Þrír helstu flokkarnir á kynhneigðarskalanum eru gagnkynhneigð, samkynhneigð, og tvíkynhneigð. Ekki er vitað hvað veldur mismunandi kynhneigð í mönnum, en talið er að það orsakist af samspili erfðaþátta, hormóna, og umhverfisþátta og að fólk hafi ekki val um það. Vísbendingar eru um að umhverfi í móðurkviði ásamt erfðaþáttum geti spilað inn í. Vísbendingar benda ekki til þess að kynhneigð ráðist af uppeldi. Gagnkynhneigð er algengasta kynhneigðin, en mismunandi kynhneigðir eru nú taldar vera eðlilegur breytileiki innan margra dýrategunda. Sálfræðimeðferðir og önnur inngrip hafa ekki sýnt að þau geti haft áhrif á kynhneigð.

Í kringum 3,5% af fullorðnum skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigð samkvæmt könnun sem gerð var í Bandaríkjunum 2011. Á milli 2% og 11% af fullorðnum hafa átt í einhverju kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni. Í breskri könnun frá 2010 sögðust 95% Breta skilgreina sig sem gagnkynhneigða, 1,5% sem sam- eða tvíkynhneigða, og 3,5% voru óvissir eða svöruðu ekki spurningunni.

Fólk upplifir kynhneigð á mismunandi máta. Þar að auki eru skilgreiningar og flokkanir hvorki þær sömu milli samfélaga né milli einstaklinga.

Oft haldast tilfinningaleg og kynferðisleg aðlöðun í hendur, en það þarf ekki að vera svo.

Eikynhneigðir einstaklingar eru þeir sem laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Breytilegt er hvort það fólk hafi kynhvöt eða ekki.

Kynhneigðarskalinn

Nokkur fjölbreytileiki er í birtingarmyndum kynhneigðar og kynhegðunar fólks og hafa sumir lagt til að þetta megi setja fram á skala og lýsa kynhneigð frá gangkynhneigð til samkynhneigðar. Þekktasti skalinn er Kinsey-skalinn sem líffræðingurinn Alfreð Kinsey setti fram árið 1948 í riti sýnu þar sem hann lýsti kynhegðun almennings. Ritið olli nokkurri hneysklun. Skalar sem þessi eru að miklu leyti einföldun, en þykja oft þægilegir til flokkunar:

Stig á Kinsey-skalanum Lýsing
0 Eingöngu gagnkynhneigð
1 Aðallega gagnkynhneigð, smá samkynhneigð
2 Aðallega gagnkynhneigð, en töluverð samkynhneigð
3 Jöfn gagnkynhneigð og samkynhneigð
4 Aðallega samkynhneigð, en töluverð gagnkynhneigð
5 Aðallega samkynhneigð, smá gagnkynhneigð
6 Eingöngu samkynhneigð
X Engin saga um kynferðisleg sambönd,

engin viðbrögð við kynferðislegum spurningum

Sumir upplifa kynhneigð sem óhaggandi fyrirbæri, aðrir upplifa kynhneigð sem breytilegan hlut.

Heimildir

Tenglar

Tags:

Tilfinning

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Bríet BjarnhéðinsdóttirHjartaHvannadalshnjúkurListasafn ÍslandsBerlínPunktur punktur komma strik (kvikmynd)ÍsraelsherUmmálLjónGyrðir ElíassonListi yfir íslenska málshættiSendiráð ÍslandsRómaveldiLofsöngurÓðinnÓlafur Jóhann ÓlafssonNotre DameTyrklandIfigeneia í ÁlisA Clockwork Orange (bók)Jónas frá HrifluTölvaParísarsamkomulagiðKommúnismiJónas HallgrímssonHreindýrHernám ÍslandsTugabrotHrafnMalasíaGoogleHugtakÍslenska stafrófiðListi yfir íslensk íþróttaliðJeff Who?GreinarmerkiBlakAlþingiLandnámsöldBæjarins beztu pylsurHallgrímskirkjaAkranesBaldurDanskaForsetakosningar á Íslandi 2024ÍslendingasögurGuðmundur GunnarssonBúnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)Frank HerbertKristján 4.SvarfaðardalurLiðamótListi yfir fullvalda ríkiSöngvar SatansBesta deild karlaÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaStari (fugl)ViðskiptablaðiðISSNGuðrún HelgadóttirAkureyriTenerífeStórar tölurSérnafnPatrick SwayzeAxlar-BjörnKirk DouglasAlsírSkordýrÞórshöfn (Færeyjum)Harry PotterMorð á ÍslandiCarles PuigdemontLundi🡆 More