2022: ár

Árið 2022 (MMXXII í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á laugardegi.

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Mótmæli í Aqtobe í Kasakstan 4. janúar.

Febrúar

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Slökkviliðsmenn að störfum í Kyiv þar sem rússneskt flugskeyti hefur lent á íbúðablokk.

Mars

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Leikhúsið í Mariupol eftir loftárásir Rússa.
  • 1. mars - Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun þar sem þess var krafist að Rússar drægju herlið sitt tafarlaust frá Úkraínu.
  • 2. mars - Rússar hertóku úkraínsku borgina Kherson við strönd Svartahafs.
  • 3. mars
    • Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu árás rússneskra hersveita á kjarnorkuverið í Zaporízjzja.
    • Vahagn Khatsjatúrjan var kjörinn forseti Armeníu.
  • 4. mars
    • Vetrarólympíuleikar fatlaðra 2022 voru settir í Kína.
    • 63 létust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjíamosku í Peshawar í Pakistan.
    • Rússnesk stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang landsmanna að Facebook og Twitter.
  • 5. mars - Flakið af könnunarskipinu Endurance sem sökk árið 1915 fannst við Suðurskautslandið.
  • 7. mars - Fjöldi andláta vegna COVID-19-faraldursins náði 6 milljónum á heimsvísu.
  • 8. mars - Bandaríkin og Bretland tilkynntu viðskiptabann á rússneska olíu og Evrópusambandið samþykkti að draga úr notkun gass frá Rússlandi um tvo þriðju.
  • 9. marsYoon Suk-yeol var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
  • 10. mars - Katalin Novák var kjörin forseti Ungverjalands.
  • 12. mars
    • Serdar Berdimuhamedow, sonur fyrrum forseta, var kjörinn forseti Túrkmenistans.
    • 81 aftaka var framkvæmd í Sádi-Arabíu á einum degi.
  • 16. mars
    • Loftárás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu olli dauða 600 almennra borgara sem höfðu leitað þar skjóls.
    • Rússland var rekið úr Evrópuráðinu vegna innrásarinnar í Úkraínu.
  • 21. mars - China Eastern Airlines flug 5735 hrapaði í Guangxi með þeim afleiðingum að 133 fórust.
  • 22. mars - Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalníj var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir svik og vanvirðingu við dómstóla.
  • 24. mars
    • NATO tilkynnti að fjögur ný orrustufylki með 40.000 hermönnum yrðu staðsett í Búlgaríu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu.
    • Stríðið í Tigray: Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti ótímabundið vopnahlé.
  • 27. mars
    • Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
    • Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.

Apríl

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Ursula von der Leyen, forseti Evrópusambandsins, heimsækir Bútsja ásamt fleiri embættismönnum þann 8. apríl.
  • 1. apríl - Forseti Srí Lanka, Gotabaya Rajapaksa, lýsti yfir neyðarástandi eftir víðtæk mótmæli vegna bágs efnahagsástands.
  • 2. apríl - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í borgastyrjöldinni í Jemen.
  • 3. apríl
    • Þingkosningar voru haldnar í Ungverjalandi. Viktor Orbán vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra þar sem flokkur hans, Fidesz, vann tvo þriðju hluta þingsæta.
    • Innrás Rússa í Úkraínu 2022: Þegar rússneskt herlið hörfaði frá Kyiv komu í ljós merki um stríðsglæpi gegn almennum borgurum, eins og blóðbaðið í Bútsja.
  • 4. apríl - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út þriðja hluta sjöttu matsskýrslu sinnar um loftslagsbreytingar þar sem kom fram að aukning útblásturs gróðurhúsalofttegunda yrði að stöðvast árið 2025 ef takast ætti að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°.
  • 7. apríl
  • 9. apríl - Þing Pakistans samþykkti vantraust á forsætisráðherra landsins, Imran Khan.
  • 11. apríl - Þing Pakistans kaus Shehbaz Sharif sem forsætisráðherra.
  • 15. apríl - Danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan úr flokknum Stram Kurs hóf ferð um bæi í Svíþjóð þar sem hann brenndi Kóraninn, sem olli víða uppþotum.
  • 18. apríl - Orrustan um Donbas hófst í Úkraínu.
  • 19. apríl - Elsta kona heims, Kane Tanaka, lést 119 ára að aldri.
  • 20. apríl - José Ramos-Horta var kjörinn forseti Austur-Tímor.
  • 24. apríl
    • Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands.
    • Frelsishreyfingin varð stærsti flokkur Slóveníu með 41 af 90 þingsætum.
  • 25. apríl - Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.
  • 28. apríl
    • Forsætisráðherra Bresku Jómfrúaeyja, Andrew Fahie, var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
    • Dritan Abazović var kjörinn forsætisráðherra Svartfjallalands eftir að þingið samþykkti vantraust á Zdravko Krivokapić.

Maí

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Undanúrslit Eurovision í Tórínó.

Júní

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Mótmæli gegn úrskurði hæstaréttar í máli Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization í Bandaríkjunum.

Júlí

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Boris Johnson tilkynnir afsögn sína.
  • 1. júlí - Yair Lapid tók við embætti forsætisráðherra Ísraels af Naftali Bennett.
  • 3. júlí – Byssumaður skaut þrjá til bana í verslunarmiðstöðinni Field's á Amager í Kaupmannahöfn. Fimm særðust alvarlega.
  • 4. júlí - Sjö létust og 47 særðust í skotárás sem var gerð á skrúðgöngu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.
  • 7. júlí
    • Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi.
    • Heimsleikarnir 2022 voru settir í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum.
  • 8. júlíShinzō Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana á útifundi í borginni Nara.
  • 11. júlí - Fyrsta ljósmyndin frá James Webb-geimsjónaukanum birtist almenningi.
  • 18. júlí - Droupadi Murmu var kjörin forseti Indlands, fyrst kvenna af frumbyggjaættum.
  • 19. júlí - Hitabylgjurnar í Evrópu 2022 hófust og urðu yfir 50.000 að bana áður en yfir lauk í ágúst.
  • 21. júlí
    • Þing Srí Lanka kaus Ranil Wickremesinghe sem forseta landsins.
    • Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í yfir 11 ár, úr mínus 0,5 í núll.
    • Sergio Mattarella leysti upp ítalska þingið og boðaði kosningar innan 70 daga vegna stjórnarkreppu.
  • 24. júlí - Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sigraði Tour de France 2022.
  • 25. júlí - Armand Duplantis setti heimsmet í hástökki, þegar hann stökk yfir 6,21 metra á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum.
  • 27. júlí - Ellefu létust þegar jarðskjálfti að stærð 7,0 gekk yfir Luzon á Filippseyjum.
  • 28. júlí - Samveldisleikarnir 2022 hófust í Birmingham á Englandi.
  • 31. júlí

Ágúst

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Nancy Pelosi ásamt Tsai Ing-wen á blaðamannafundi í Taívan.

September

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Mótmælin í Íran.

Október

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Minningarathöfn um fórnarlömb Itaewon-slyssins.

Nóvember

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Geimskot Artemis 1.

Desember

2022: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Mótmæli í Líma eftir að þing Perú leysti Pedro Castillo forseta úr embætti.

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tags:

2022 Atburðir2022 Dáin2022 Nóbelsverðlaunin2022Gregoríska tímataliðRómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÍslendingasögurWillum Þór ÞórssonHreindýrHeiðniÍslenskur fjárhundurBorgaralaunOfnæmiLangreyðurBiblíanGullOrkumálastjóriSveinn Aron GuðjohnsenWrocławEyríkiBubbi MorthensPáskaeyjaTékklandHálseitlarKanaríeyjarAbu Bakr al-BaghdadiMannshvörf á ÍslandiKommúnistaflokkur SovétríkjannaElenóra SpánarprinsessaVerðtryggingDVAlsírstríðiðKrýsuvíkJoe BidenHákon Arnar HaraldssonKonungur ljónannaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á stórmótumÁstralíaSvartur á leikHjörtur HermannssonBrest (Frakklandi)María MagdalenaSuður-KóreaVöluspáBergrún Íris SævarsdóttirDreamWorks RecordsÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuLundiElías Rafn ÓlafssonHaukur HilmarssonKnattspyrnufélagið ValurUppstigningardagurBílarSveitarfélagið ÖlfusStöð 2 SportVladímír PútínRúrik HaraldssonRobert SchumanApakötturAndri Lucas GuðjohnsenJóhannes Haukur JóhannessonÞór (norræn goðafræði)Steinþór Hróar SteinþórssonFæreyjarÍslamÁrni Pétur GuðjónssonÍtalíaRaunhyggjaEiður Smári GuðjohnsenBermúda20. marsSvíþjóðGrábrókIcesaveÅge Hareide2000Laxdæla sagaEvrópska efnahagssvæðiðLýsingarorðTorahArúbaKjördæmi Íslands🡆 More