2013: ár

Árið 2013 (MMXIII í rómverskum tölum) var 13.

ár 21. aldar samkvæmt gregoríska tímatalinu og almennt ár sem hófst á þriðjudegi.

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Franskir hermenn í Bamakó í Malí.

Febrúar

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Rykdreifar eftir loftsteininn yfir Tsjeljabinsk.

Mars

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Vígsla Frans páfa 19. mars.

Apríl

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Ummerki eftir sprenginguna í Bostonmaraþoninu.

Maí

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
El Reno-skýstrokkurinn
  • 7. maí - Flutningaskipið Jolly Nero rakst utan í turn í Genúahöfn með þeim afleiðingum að 9 létust.
  • 14. maí - 51 lést og 140 særðust þegar bílsprengja sprakk í tyrkneska bænum Reyhanlı.
  • 15. maí - Bandarískir vísindamenn lýstu í fyrsta sinn klónun mennskra stofnfruma í grein í Nature.
  • 17. maí - Skjalamálið í Danmörku: Tveir menn voru dæmdir í fangelsi fyrir að hafa stolið skjölum um danska nasista úr ríkisskjalasafninu.
  • 18. maí - Emmelie de Forest sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013 fyrir Danmörku með laginu „Only Teardrops“.
  • 19. maí - Uppþotin í Stokkhólmi 2013 hófust með íkveikjum í Husby og stóðu næstu þrjú kvöld.
  • 22. maí - Flóðin í Austur-Noregi 2013: Hluti bæjarins Kvam í Guðbrandsdal í Noregi eyðilagðist í flóðum.
  • 23. maí - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við embætti forsætisráðherra Íslands.
  • 25. maí - Hallsteinsgarður í Grafarvogi var vígður.
  • 25. maí - Sikileyski presturinn Pino Puglisi sem mafían myrti 1993 var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
  • 27. maí - Mótmælin í Gezi-garði í Istanbúl hófust.
  • 31. maí - Stærsti skýstrokkur sem mælst hefur, El Reno-skýstrokkurinn, gekk yfir El Reno, Oklahoma, í Bandaríkjunum.

Júní

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Ummerki eftir flóðin í Indlandi.
  • 4. júní - Flóðin í Evrópu 2013: 4 létust þegar árnar Saxelfur og Saale flæddu yfir bakka sína.
  • 6. júní - Edward Snowden greindi fréttamiðlum frá víðtækum persónunjósnum Bandaríkjastjórnar og flúði síðan land.
  • 8. júní - Magdalena Svíaprinsessa gekk að eiga Christopher O'Neill.
  • 10. júní - Mótmælin í Gezi-garði: Fjöldi manna lést í átökum mótmælenda og lögreglu í Tyrklandi.
  • 11. júní - Gríska ríkisútvarpið ERT var lagt niður vegna niðurskurðar.
  • 11. júní - Baron Waqa var kjörinn forseti af þingi Nárú.
  • 14. júní - Flóðin í Norður-Indlandi 2013: Óvenjumiklar rigningar sköpuðu flóð og skriður í og við Uttarakhand á Indlandi með þeim afleiðingum að þúsundir fórust.
  • 14. júní - Hass­an Rou­hani var kjörinn forseti Íran.
  • 14. júní - Airbus A350 þreytti jómfrúarflug sitt.
  • 23. júní - 13 létust og 30 slösuðust þegar rúta með rúmensku ferðafólki hrapaði niður í gjá sunnan við Podgorica í Svartfjallalandi.

Júlí

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Járnbrautarslysið í Lac-Mégantic.

Ágúst

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Lík stuðningsmanna Mohamed Morsi eftir blóðbaðið 14. ágúst.

September

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Vía Catalana.
  • 4. september - 140. og síðasti þáttur Futurama var sendur út.
  • 9. september - Borgaralegu flokkarnir í Noregi, undir forystu Ernu Solberg, fengu mesta meirihluta sem nokkurt kosningabandalag hafði fengið frá stríðslokum.
  • 11. september - Yfir 1,6 milljón manns mynduðu mennska keðju í Katalóníu, Vía Catalana, til að kalla eftir sjálfstæði héraðsins.
  • 13. september - Bein nýrrar manntegundar, Homo naledi, fundust í helli í Suður-Afríku.
  • 17. september - Strandaða skemmtiferðaskipið Costa Concordia var rétt við. Aðgerðin tók 19 tíma.
  • 19. september - Skip Greenpeace, Arctic Sunrise, var tekið af rússnesku strandgæslunni og allir 30 áhafnarmeðlimir handteknir.
  • 21. september - Hryðjuverkamenn á vegum al-Shabaab frá Sómalíu gerðu árás á Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenýa og myrtu fólk í tugatali.
  • 22. september - Kirkjusprengingin í Peshawar: 127 létust þegar sprengja sprakk við kirkju í Peshawar í Pakistan.
  • 29. september - Blóðbaðið í Gujba: Liðsmenn Boko Haram réðust inn í skóla í Yobe-fylki í Nígeríu og myrtu 44 nemendur og kennara.

Október

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Rústir kirkju í Bohol á Filippseyjum.

Nóvember

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
4 World Trade Center í New York-borg.
  • 1. nóvember - Skáldsagan Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason kom út.
  • 5. nóvember - Indverska geimfarinu Mars Orbiter Mission var skotið á loft.
  • 8. nóvember - Fellibylurinn Haiyan, sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir Filippseyjar. Borgin Tacloban varð rústir einar. Tugir þúsunda manna fórust og hundruð þúsunda lentu á vergangi. Hjálparstarf gekk illa meðal annars vegna vatnavaxta og vegaskemmda.
  • 13. nóvember - Nýr skýjakljúfur á lóð Tvíburaturnanna í New York, 4 World Trade Center, var vígður með viðhöfn.
  • 14. nóvember - Dýrasti demantur heims, Pink Star, var seldur á 83 milljónir dala.
  • 17. nóvember - 44 létust þegar Tatarstan Airlines flug 363 fórst við Kazan í Rússlandi.
  • 20. nóvember - Lekamálið kom upp á Íslandi þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu upplýsingar úr minnisblaði frá Innanríkisráðuneytinu.
  • 21. nóvember - Kreppan í Úkraínu hófst þegar Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningi að inngöngu í Evrópusambandið.
  • 22. nóvember - Norðmaðurinn Magnus Carlsen varð heimsmeistari í skák er hann sigraði Viswanathan Anand í einvígi um heimsmeistaratitilinn.
  • 24. nóvember - Íran samþykkti að takmarka kjarnorkuáætlun sína gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt.
  • 27. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Frosinn var frumsýnd.
  • 30. nóvember - Tilkynnt var um Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána, svokölluð skuldaleiðrétting verðtryggðra húsnæðislána almennings sem krafa hafði verið uppi um að eitthvað yrði gert í allt frá bankahruninu 2008.
  • 30. nóvember - Tölvuhakkarinn AgentCoOfficial braust inn í tölvukerfi Vodafone Ísland og náði trúnaðargögn viðskiptavina Vodafone, þar með talin SMS-skilaboðum og setti á netið.

Desember

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Sundurtætt rúta í Volgograd.

Fædd

Dáin

2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Aaron Swartz
2013: Atburðir, Fædd, Dáin 
Margaret Thatcher

Tags:

2013 Atburðir2013 Fædd2013 Dáin2013Gregoríska tímataliðRómverskar tölurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Boðorðin tíuJörundur hundadagakonungurAlþingiskosningar 2021Bjarkey GunnarsdóttirFrostaveturinn mikli 1917-18Kári StefánssonÍsland í seinni heimsstyrjöldinniForsíðaTölvaHandknattleikssamband ÍslandsRómEvrópusambandiðISIS-KÍtalíaSundhöll KeflavíkurKíghóstiSveitarfélög ÍslandsVenus (reikistjarna)SkammstöfunIlíonskviðaStigbreytingMílanóStari (fugl)MiðmyndÁbrystirBubbi MorthensNoregurVatnsdeigSvíþjóðApríkósaHvítasunnudagurHallgrímskirkjaGunnar NelsonÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaMarshalláætluninHoluhraunÍslensk mannanöfn eftir notkunDaði Freyr PéturssonGeirfuglBoðhátturHrafnFiann PaulUngmennafélag GrindavíkurAfturbeygt fornafnFjölbrautaskólinn í BreiðholtiDýrFálkiStaðreyndÍslenska stafrófiðNafnháttarmerkiArgentínaÍslenskaSamkynhneigðListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðHin íslenska fálkaorðaÍslandsbankiHallgerður HöskuldsdóttirVeikar sagnirSeðlabanki ÍslandsNýlendustefnaSódóma ReykjavíkSumardagurinn fyrstiAnna FrankElvis PresleySkordýrGoðorðVanúatúLaufey Lín JónsdóttirHaraldur 5. NoregskonungurUmmálBruce McGillFallbeygingÞjóðhátíð í VestmannaeyjumDauðarefsingLönd eftir stjórnarfariÍsraelsherÓlafsfjörðurXbox🡆 More