1965: ár

1965 (MCMLXV í rómverskum tölum) var 65.

ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

1965: Atburðir, Fædd, Dáin 
Útför Churchills í London.
  • 1. janúar - Palestínsku samtökin Fatah tilkynntu upphaf skæruhernaðar gegn Ísrael.
  • 2. janúar - Bretar sendu herlið til Singapúr til að verja Malasíu gegn væntri innrás frá Indónesíu.
  • 2. janúar - Jamaíski tónlistarmaðurinn Don Drummond stakk kærustu sína, söngkonuna Anita Mahfood, til bana.
  • 3. janúar - Danski uppfinningamaðurinn Karl Krøyer náði að lyfta sokknu fraktskipi af hafsbotni með frauðplastkúlum.
  • 5. janúar - Fyrsti hlaðbakurinn sem fór í almenna framleiðslu, Renault 16, var kynntur á frönsku rívíerunni.
  • 11. janúar - Síðasta þekkta fórnarlamb raðmorðingjans Jack the Stripper var myrt.
  • 12. janúar - Wanda Beach-morðin: Lík tveggja 15 ára stúlkna fundust illa leikin á Wanda Beach í Ástralíu.
  • 20. janúar - Lyndon B. Johnson tók formlega við embætti Bandaríkjaforseta til næstu fjögurra ára.
  • 20. janúar - Sukarno, forseti Indónesíu, tilkynnti úrsögn landsins úr Sameinuðu þjóðunum.
  • 26. janúar - Hindí varð opinbert tungumál á Indlandi í stað ensku.
  • 27. janúar - Herforinginn Nguyễn Khánh framdi valdarán í Suður-Víetnam.
  • 30. janúar - Opinber útför Winston Churchill fór fram í London.

Febrúar

1965: Atburðir, Fædd, Dáin 
Lík Malcolm X flutt frá morðstaðnum í Washington Heights.
  • 4. febrúar - Sovéski búfræðingurinn Trofím Lysjenko var rekinn úr stöðu sinni við Sovésku vísindaakademíuna.
  • 6. febrúar - 87 fórust þegar LAN Chile flug 107 hrapaði í Andesfjöllum eftir flugtak frá Santiago í Chile.
  • 8. febrúar - 84 fórust þegar Eastern Air Lines flug 663 hrapaði í Atlantshafið eftir flugtak frá New York.
  • 9. febrúar - Salvador Dalí málaði málverk af Raquel Welch í hótelherbergi í New York til að kynna nýjustu mynd hennar.
  • 11. febrúar - Eftir tveggja vikna óeirðir tilkynnti forsætisráðherra Indlands, Lal Bahadur Shastri, að hætt hefði verið við að gera hindí að opinberu tungumáli í landinu í stað ensku.
  • 12. febrúar - 29 aðgerðasinnar í Ástralíu fóru í Frelsisferð frumbyggja Ástralíu til að vekja athygli á kynþáttamismunun.
  • 15. febrúar - Kanadíski fáninn með hlynsblaði varð þjóðfáni Kanada í stað kanadíska sjófánans.
  • 17. febrúar - Geimkönnunarfarið Ranger 8 var sent til tunglsins til að finna heppilega lendingarstaði.
  • 18. febrúar - Gambía hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 21. febrúar - Mannréttindafrömuðurinn Malcolm X var myrtur meðan hann hélt ræðu í Harlem.
  • 24. febrúar - Víetnamstríðið: Johnson samþykkti Rolling Thunder-aðgerðina, samfelldar sprengjuárásir á Norður-Víetnam.
  • 27. febrúar - Stærsta skrúfuhreyflavél allra tíma, Antonov An-22, fór í jómfrúarflug sitt.

Mars

1965: Atburðir, Fædd, Dáin 
Göngufólk leggur af stað frá Selma til Montgomery í Alabama.
  • 2. mars - Víetnamstríðið: Bandaríkin hófu loftárásir í Norður-Víetnam sem héldu áfram í 3 og hálft ár.
  • 7. mars - Göngurnar frá Selma til Montgomery: 200 manna lið fylkislögreglunnar í Alabama réðist á mótmælendur með kylfum, táragasi og hestum.
  • 7. mars - Kirkjutilskipunin Sacrosanctum Concilium sem heimilaði aukna notkun þjóðtunga ásamt latínu í kaþólskum messum tók gildi.
  • 8. mars - Um 3500 bandarískir landgönguliðar komu til Đà Nẵng í Víetnam.
  • 18. mars - Sovéski geimfarinn Alexej Leonov fór fyrstur manna í geimgöngu.
  • 20. mars - Lúxemborg vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1965 með laginu „Poupée de cire, poupée de son“ sem var flutt af France Gall.
  • 20. mars - Stríð Indlands og Pakistans 1965 hófst.
  • 22. mars - Nicolae Ceaușescu var kjörinn aðalritari rúmenska kommúnistaflokksins.
  • 23. mars - Gemini 3, fyrsta mannaða geimfar NASA, fór á braut um jörðu með tvo geimfara um borð.
  • 25. mars - Um 25.000 manns gengu með Martin Luther King Jr. frá Selma til Montgomery í Alabama.
  • 28. mars - Jarðskjálftinn í Valparaíso 1965 olli því að stíflur brustu og námuúrgangur flæddi yfir bæinn El Cobre þar sem mörg hundruð fórust.

Apríl

1965: Atburðir, Fædd, Dáin 
Særður bandarískur hermaður í Dóminíska lýðveldinu.
  • 1. apríl - Friðrik 9. vígði nýjar höfuðstöðvar danska ríkisútvarpsins, TV-Byen, í Gladsaxe.
  • 1. apríl - Stór-Lundúnaráðið tók við af sýsluráði Lundúna.
  • 4. apríl - Síðasti konungur Sikkim, Palden Thondup Namgyal, var krýndur.
  • 5. apríl - Dans- og söngvamyndin My Fair Lady eftir George Cukor var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.
  • 6. apríl - Fyrsti fjarskiptahnöttur einkaaðila, Intelsat I eða „Early Bird“, var sendur á braut um jörðu.
  • 8. apríl - Bandaríkjaþing samþykkti lög um almenna sjúkratryggingu, Medicare.
  • 11. apríl - Yfir 270 fórust og 5000 slösuðust þegar 47 skýstrokkar gengu yfir miðvesturríki Bandaríkjanna.
  • 19. apríl - Gordon Moore setti fram lögmál Moores um að reiknigeta tölva myndi tvöfaldast á tveggja ára fresti í grein í tímaritinu Electronics.
  • 20. apríl - Fyrstu þingkosningarnar fóru fram á Cookseyjum.
  • 21. apríl - Tim Rice sendi Andrew Lloyd Webber bréf með ósk um fund, sem varð upphafið að löngu samstarfi þeirra tveggja.
  • 24. apríl - Borgarastyrjöldin í Dóminíska lýðveldinu: Stuðningsmenn Juan Bosch gerðu uppreisn gegn herforingjastjórninni.
  • 24. apríl - Sukarno tilkynnti að öll fyrirtæki í erlendri eigu í Indónesíu skyldu þjóðnýtt.
  • 26. apríl - Sjónvarpsstöðin TV Globo var stofnuð í Brasilíu.
  • 27. apríl - Átök Indónesíu og Malasíu hófust á Borneó.
  • 28. apríl - Lyndon B. Johnson sendi 24.000 bandaríska hermenn til Dóminíska lýðveldisins til að binda enda á borgarastríðið.
  • 28. apríl - Robert Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti að Ástralía myndi senda herlið til stuðnings stjórninni í Suður-Víetnam.

Maí

  • 9. maí - Píanóleikarinn Vladimir Horowitz hélt fræga tónleika í Carnegie Hall eftir 12 ára fjarveru frá sviðsljósinu.

Júní

Júlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Ódagsettir atburðir

  • Tókýó varð fjölmennasta borg heims þegar hún tók fram úr New York-borg með 15 milljón íbúa.
  • Tónlistarútgáfan Íslenzkir tónar var lögð niður.
  • Hljómsveitin Dátar var stofnuð.
  • Rokkhljómsveitin The Doors var stofnuð.
  • Kúbverjar hófu að flýja til Bandaríkjanna í stórum stíl.

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tags:

1965 Atburðir1965 Fædd1965 Dáin1965 Nóbelsverðlaunin1965Almennt árFöstudagurGregoríska tímataliðRómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Íslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaSkjaldarmerki ÚkraínuEyjólfur SverrissonStjórnmálaflokkurHermann HreiðarssonDnípropetrovskfylkiWiki FoundationEddukvæðiHafnirEignarfallVÓlafur Ólafsson (kaupsýslumaður)Hættir sagna í íslenskuStefnumótunGoogle TranslateBaldur ÞórhallssonHryðjuverkin 29. mars 2010 í MoskvuJón Kalman StefánssonEldgosið við Fagradalsfjall 2021KókaínReykjanesbærHugo ChávezStöð 2 SportEskifjörðurInnrás Rússa í Úkraínu 2022–Úrvalsdeild karla í körfuknattleikBirkir BjarnasonAlfræðiritHagfræði2021Listi yfir íslensk mannanöfnÁstralíaGyðingdómurHáskólinn í ReykjavíkPáskarKanaríeyjarBrest (Frakklandi)KópavogurVopnafjörðurGervigreindNew York-borgKröflueldarFreyjaMarokkóEvrópumeistaramót karla í handknattleik 2010Forsetakosningar á Íslandi 2024SkeiðarárbrúLandselurSkip ÞeseifsSkagaströndBoðhátturHáskóli ÍslandsIndlandÞorlákshöfnKynseginHólmavíkSíðasta kvöldmáltíðinÁsdís ÓladóttirDavíð OddssonBretlandGæsalappirEvrópska efnahagssvæðiðKrakatáMillinafn24. marsÁsgeir ElíassonRaufarhöfn1963ÞágufallDómkirkjan í ReykjavíkStella í orlofiAretha FranklinDíana prinsessaHryðjuverkaárásirnar í Brussel í mars 2016Eldgosaannáll Íslands🡆 More