Tonga

Tonga (áður þekkt sem „Vináttueyjar“), opinberlega Konungsríkið Tonga (tongíska: Puleʻanga Fakatuʻi ʻo Tonga), er pólýnesískt land og eyjaklasi sem nær yfir 169 eyjar, þar af 36 byggðar.

Samanlögð stærð eyjanna er um það bil 750 ferkílómetrar og þær dreifast um 700.000 ferkílómetra hafsvæði í Suður-Kyrrahafi. Árið 2021 voru íbúar Tonga 104.494 talsins. 70% þeirra búa á eyjunni Tongatapu.

Pule'anga Fakatu'i 'o Tonga
Kingdom of Tonga
Fáni Tonga Skjaldarmerki Tonga
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Ko e Otua mo Tonga ko hoku tofi'a (tongíska)
Guð og Tonga eru mín arfleifð
Þjóðsöngur:
Koe Fasi Oe Tu'i Oe Otu Tonga
Staðsetning Tonga
Höfuðborg Núkúalófa
Opinbert tungumál tongíska og enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Tupou 6.
Forsætisráðherra Pohiva Tuʻiʻonetoa
Sjálfstæði
 • frá Bretlandi 4. júní 1970 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
175. sæti
748 km²
4
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
199. sæti
104.494
139/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 0,655 millj. dala
 • Á mann 6.496 dalir
VÞL (2019) Tonga 0.725 (104. sæti)
Gjaldmiðill panga (TOP)
Tímabelti UTC+13
Þjóðarlén .to
Landsnúmer +676

Eyjar Tonga raðast á um það bil 800 km langa línu frá norðri til suðurs. Næstu eyjar eru Fídjieyjar og Wallis- og Fútúnaeyjar í norðvestri, Samóa í norðaustri, Nýja-Kaledónía og Vanúatú í vestri, Niue í austri og Kermadec-eyjar í suðvestri. Tonga er um 1.800 km frá Norðurey Nýja-Sjáland.

Frá 1900 til 1970 var Tonga breskt verndarríki. Bretar sáu um utanríkismál Tongverja samkvæmt vináttusamningi, en Tonga lét fullveldi sitt aldrei af hendi. Árið 2010 tók stjórn Tonga skref í átt frá hefðbundnu einveldi að þingbundinni konungsstjórn, eftir lagabreytingar sem leiddu til fyrstu þingkosninga landsins.

Árið 2022 varð gríðarstórt eldgos í Hunga Tonga-eldstöðinni sem myndaði flóð og höggbylgju út um allan heim.

Heiti

Á mörgum pólýnesískum málum, þar á meðal tongísku, er orðið tonga dregið af fakatonga sem merkir „suðurátt“. Eyjaklasinn er nefndur svo af því hann er syðsti eyjaklasinn í miðhluta Pólýnesíu. Orðið tonga er skylt havaíska orðinu kona sem merkir „hléborðs“ og kemur fyrir í nafni Konaumdæmis.

Tonga varð þekkt á Vesturlöndum sem „Vináttueyjar“ af því skipstjórinn James Cook hlaut vinsamlegar viðtökur þegar hann kom þangað fyrst árið 1773. Þegar hann kom stóð hin árlega inasi-hátíð yfir sem gengur út á að gefa konungi eyjanna, Tu'i Tonga, fyrstu ávextina, svo Cook fékk boð um að mæta á hátíðina. Samkvæmt rithöfundinum William Mariner hugðust leiðtogar eyjarskeggja raunar drepa Cook á hátíðinni, en hættu við því þeir gátu ekki sammælst um hernaðaráætlun.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Tonga 
Héruð Tonga.

Tonga skiptist í fimm héruð sem aftur skiptast í 23 umdæmi.

Nafn Aths. Höfuðstaður Stærð (km2) Stærð
byggðra eyja (km2)
Íbúar (manntal 2016) Þéttleiki byggðar
(íbúar/km2)
Tongatapu hluti af Tongatapu-eyjum Núkúalófa 275.5 272 74.611 274
Vavaʻu Neiafu 161 131,3 13.738 92,7
Haʻapai Pangai 132.11 114,2 6.125 50,2
ʻEua hluti af Tongatapu-eyjum 'Ohonua 88.3 88 4.945 56,8
Ongo Niua undir beinni stjórn Núkúalófa Hihifo 72 71.9 1,232 17.8
Tonga Núkúalófa 728.8 677,4 100.651 142,1

Mínervurif eru almennt talin tilheyra Tonga, en þau heyra ekki undir neitt umdæmi.

Íþróttir

Rúbbí er þjóðaríþrótt Tongabúa og hefur landslið Tonga sex sinnum komist í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í greininni frá árinu 1987. Bestur var árangurinn árin 2007 og 2011 þegar Tonga vann tvær af fjórum viðureignum sínum í riðlakeppninni en komst í hvorugt skiptið áfram.

Greinar sem sverja sig í ætt við rúbbí njóta margar hverjar vinsælda á Tonga. Má þar nefna ástralskan fótbolta, ellefu manna rúbbí (rugby league) og bandarískan ruðning, en íþróttamenn frá Tonga hafa keppt í NFL-deildinni.

Mikil hefð er fyrir bardagaíþróttum á Tonga. Súmóglíma, júdó og hnefaleikar eru allt dæmi um það.

Tonga sendi fyrst keppendur á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 og hefur tekið þátt síðan. Í Atlanta 1996 vann landið til sinna fyrstu og einu verðlauna þegar hnefaleikakappinn Paea Wolfgramm fékk silfurverðlaun í hnefaleikum. Hann hóf í kjölfarið atvinnumannaferil með takmörkuðum árangri. Á vetrarólympíuleikunum 2014 og 2018 tefldi Tonga fram einum keppanda, í sleðabruni. Þátttaka hans varð harðlega gagnrýnd, þar sem hann breytti nafni sínu í Bruno Banani fyrir leikana í samræmi við nafn aðalstyrktaraðila hans, nærfataframleiðanda frá Þýskalandi.

Tilvísanir

Tonga   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Tonga HeitiTonga StjórnmálTonga ÍþróttirTonga TilvísanirTongaEyjaklasiKyrrahafPólýnesíaTongíska

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GreifarnirStóra-KólumbíaÖskjuvatnHjaltlandseyjarKnattspyrnaSint MaartenEvrópskur sumartímiAlan DaleGlóbjörtStari (fugl)Daði Freyr PéturssonHrafna-Flóki VilgerðarsonBikarkeppni KKÍ (karlar)Listi yfir hæstu byggingar á ÍslandiÓeirðirnar á Austurvelli 1949MálspekiEgilsstaðirFinnlandHörður Björgvin MagnússonJesúsSelfossHalldór Benjamín ÞorbergssonVerðtryggingBreiðholtMorð á ÍslandiEldgosið við Fagradalsfjall 2021HelförinVændiÞjóðveldiðMyndrænt viðmótStephen ColbertGrýlaForsetakosningar á Íslandi 1996SkeifugörnSmáralindJón GnarrKazumi TakadaSagnorðSveitarfélagið HornafjörðurJóhannes Haukur JóhannessonKjartan GuðjónssonKanadaVatnsdeigPólland1874Svartur á leikNíðhöggurAtli EðvaldssonStella í orlofiGuðmundur DaníelssonKaupmannahöfnKárahnjúkavirkjunLandselurØNichole Leigh MostyKváradagurBandaríkinSveinbjörn EgilssonSingapúrTöltForsetakosningar á Íslandi 2020Röskva (stúdentahreyfing)Gísli Örn GarðarssonÞorlákshöfnCSSTaylor SwiftKópavogurDonetsk (borg)Íslenskar þýðingar á erlendum kvikmyndaheitumEyjafjallajökullMaría MagdalenaRobert SchumanJiddískaSumardagurinn fyrstiÍslendingasögurÍslenski fáninnMajorka🡆 More