2020: ár

Árið 2020 (MMXX í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu hlaupár sem byrjar á miðvikudegi.

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Mannfjöldi við útför Qasem Soleimani í Íran.

Febrúar

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Mike Pompeo og Abdul Ghani Baradar undirrita friðarsamkomulag milli Bandaríkjanna og Talíbana í Doha, Katar.

Mars

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Útför COVID-19-sjúklings í Íran í mars 2020.

Apríl

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Veggskreyting í Höfðaborg sem hvetur fólk til að halda sig heima.
  • 1. apríl – Ríkisstjórn Jemen lét lausa yfir 470 fanga vegna ótta við útbreiðslu COVID-19 í fangelsum landsins.
  • 2. apríl – Sagt var frá því að fjöldi smita af völdum COVID-19 væri kominn yfir 1.000.000 manns á heimsvísu.
  • 4. aprílKeir Starmer tók við sem leiðtogi Breska verkamannaflokksins af Jeremy Corbyn.
  • 6. apríl – Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að litið væri á Rússnesku keisarahreyfinguna sem hryðjuverkasamtök.
  • 7. aprílJapan lýsti yfir neyðarástandi vegna COVID-19.
  • 8. aprílSádi-Arabía og bandamenn þeirra lýstu yfir einhliða vopnahléi í borgarastyrjöldinni í Jemen.
  • 10. apríl – Geimkönnunarfarið BepiColombo hóf ferð sína til Venus.
  • 10. apríl – Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu 504 milljarða evra lánapakka til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum faraldursins.
  • 12. aprílOPEC-ríkin samþykktu að skera olíuframleiðslu niður um 9,7 milljón tunnur á dag frá 1. maí.
  • 14. aprílDonald Trump lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
  • 15. apríl – Tala smitaðra af völdum COVID-19 fór yfir 2.000.000 á heimsvísu.
  • 19. apríl – Mótmæli gegn ráðstöfunum stjórnvalda vegna faraldursins brutust út í París, Berlín, Vladikavkas og fleiri stöðum.
  • 20. apríl – Hráolíuverð náði sögulegu lágmarki vegna faraldursins og verð á West Texas Intermediate-hráolíu varð neikvætt.
  • 20. aprílBenjamin Netanyahu og Benny Gantz samþykktu að mynda þjóðstjórn í Ísrael og binda þannig enda á langa stjórnarkreppu.
  • 22. apríl – Ryfast-vegtengingin var opnuð í Noregi.
  • 28. aprílKólumbía gerðist formlega aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni.

Maí

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Mótmæli vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis.
  • 4. maí – Yfirvöld í Venesúela handtóku málaliða frá Silvercorp USA sem ætluðu sér að hrekja Nicolás Maduro úr embætti forseta.
  • 4. maí – Hópur vísindamanna frá Bandaríkjunum og Kenía tilkynntu að þeir hefðu uppgötvað sníkjusvepp af ættkvíslinni Microsporidia sem kæmi í veg fyrir malaríusmit frá moskítóflugum.
  • 6. maí – Stjörnufræðingar tilkynntu fund svarthols í stjörnukerfinu HR 6819 sem sést með berum augum.
  • 9. maí – Átök brutust út meðal kínverskra og indverskra landamæravarða við Nathu La.
  • 12. maí – Byssumenn réðust inn á spítala í Dashte Barchi í Afganistan og myrtu 24, þar á meðal tvö nýfædd börn. Sama dag létust 32 þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við jarðarför í Kuz Kunar.
  • 15. maí – Vísindamenn lýstu því yfir að steingervingur margfætlu af ættkvíslinni Kampecaris sem fannst á eyjunni Kerrera í Suðureyjum væri elsta þekkta landdýr heims. Hún var uppi fyrir um 425 milljón árum.
  • 16. maí – Leikir hófust á ný í þýsku Bundesligunni.
  • 16. maí – Rúandíski athafnamaðurinn Félicien Kabuga var handtekinn í Frakklandi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu í Rúanda.
  • 21. maí – Fellibylurinn Ampan kom á land á Indlandi og Bangladess þar sem hann olli dauða 100 manna og hrakti 4 milljónir frá heimilum sínum.
  • 21. maí – Bandaríkin lýstu því yfir að þau drægju sig úr Samningi um opna lofthelgi vegna samningsbrota Rússa.
  • 22. maí – Pakistan International Airlines flug 8303 hrapaði við Karachi með þeim afleiðingum að 97 létust og tugir slösuðust á jörðu niðri.
  • 23. maí – Engin ný tilfelli af COVID-19 fundust í Kína, í fyrsta sinn frá því faraldurinn hófst.
  • 24. maí – Rio Tinto viðurkenndi að hafa sprengt hella í Juukan Gorge í Ástralíu sem voru helgistaðir frumbyggja.
  • 25. maíBandarískur blökkumaður að nafni George Floyd var kæfður til dauða í haldi bandarískra lögreglumanna í Minneapolis. Dauði hans hratt af stað öldu mótmæla gegn kynþáttabundnu ofbeldi lögreglumanna gegn blökkumönnum.
  • 26. maíHjónaband samkynhneigðra varð löglegt í Kosta Ríka.
  • 26. maí – LATAM Airlines, stærsta flugfélag Rómönsku Ameríku, varð gjaldþrota.
  • 27. maí – Ríkisstjórn Kína herti enn tökin á Hong Kong með nýjum þjóðaröryggislögum.
  • 30. maí – Fyrsta mannaða flug geimfarsins SpaceX Dragon 2 fór fram á Canaveral-höfða.

Júní

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Hringmyrkvinn séður frá Taívan.
  • 3. júníSpaceX sendi 60 Starlink-gervihnetti á braut um jörðu. Heildarfjöldi Starlink-gervihnatta varð þá 482.
  • 3. júníVladimír Pútín lýsti yfir neyðarástandi þegar 20.000 lítrar af olíu láku út í ána Ambarnaja norðan heimskautsbaugs.
  • 4. júní – Þjóðarsáttarstjórn Líbíu lýsti því yfir að hún hefði náð tökum á höfuðborginni Trípólí eftir að sveitir Frelsishers Líbíu hörfuðu þaðan.
  • 4. júní – Þing Hong Kong samþykkti hina umdeildu Reglugerð um þjóðsöng Kína.
  • 6. júníJoe Biden var útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.
  • 10. júní – Sænski saksóknarinn Krister Petersson benti á Stig Engström sem grunaðan vegna morðsins á Olof Palme um leið og hann lýsti rannsókninni lokið.
  • 15. júní:
    • Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis.
    • Að minnsta kosti 20 indverskir hermenn og 40 kínverskir hermenn létu lífið í átökum milli Indverja og Kínverja við landamæri ríkjanna í Galwan-dalnum.
    • Tyrkneskar og íranskar hersveitir hófu loftárásir á hersveitir Kúrdíska verkamannaflokksins í Íraska Kúrdistan.
  • 21. júníHringmyrkvi átti sér stað.
  • 23. júní – Jarðskjálfti af stærðinni 7,5 reið yfir við strönd Oaxaca í Mexíkó. Tíu létu lífið.
  • 25. júní – Eldur kviknaði í húsi að Bræðraborgarstíg 1 með þeim afleiðingum að þrír létust og tvær konur slösuðust alvarlega.
  • 27. júníForsetakosningar fóru fram á Íslandi. Guðni Th. Jóhannesson sitjandi forseti var endurkjörinn með 92,2% atkvæða.
  • 28. júní – Fjöldi smita vegna COVID-19 komst yfir 10 milljónir á heimsvísu. Á sama tíma fór fjöldi látinna yfir 500.000.
  • 30. júní – Stjórnin í Beijing samþykkti hin umdeildu lög um þjóðaröryggi Hong Kong sem auðvelda stjórninni að berja niður andstöðu.

Júlí

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Flóð í Tongling í Kína.

Ágúst

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Sprengigígur (til hægri) eftir sprenginguna í höfninni í Beirút.

September

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Undirritun samninga um viðskiptasamband Serbíu og Kosóvó í forsetaskrifstofu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Október

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Mótmæli í Taílandi 15. október.
  • 2. október - Donald Trump Bandaríkjaforseti greindist með Covid-19.
  • 10. október - Armenía og Aserbaísjan sömdu um vopnahlé í átökunum í Nagornó-Karabak.
  • 15. október – Sooronbay Jeenbekov, forseti Kirgistans, sagði af sér vegna mótmæla og uppþota eftir þingkosningar í landinu.
  • 15. október - Mótmælin í Taílandi 2020-2021: Ríkisstjórn Taílands lýsti yfir neyðarástandi og bannaði samkomur fleiri en 5.
  • 16. október - Franski sagnfræðikennarinn Samuel Paty var myrtur af 18 ára gömlum hryðjuverkamanni í Conflans-Sainte-Honorine í Frakklandi.
  • 17. október – Verkamannaflokkurinn undir forystu Jacindu Ardern vann stórsigur í þingkosningum á Nýja-Sjálandi.
  • 19. októberLuis Arce var kjörinn forseti Bólivíu.
  • 20. október – Jarðskjálfti af stærð 5,6 reið yfir á Reykjanesskaga.
  • 20. október - Geimfarið OSIRIS-REx lenti á loftsteininum Bennu og tók þar sýni.
  • 21. október - Miklar rigningar ollu skriðum í Thua Thien Hue í Víetnam með þeim afleiðingum að 17 byggingaverkamenn og 13 hermenn fórust.
  • 22. október - 34 ríki undirrituðu Samkomulagsyfirlýsinguna í Genf gegn fóstureyðingum að undirlagi Mike Pompeo.
  • 23. október - Ísrael og Súdan tóku upp stjórnmálasamband.
  • 26. október - Amy Coney Barrett tók við stöðu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.
  • 29. október - Alþjóðastofnun um fólksflutninga staðfesti að 140 manns hefðu drukknað þegar bátur með flóttafólki fórst við strendur Senegal.
  • 30. október - Eyjahafsjarðskjálftinn 2020: Jarðskjálfti, 7,0 að stærð, reið yfir í Tyrklandi og Grikklandi með þeim afleiðingum að 119 létust.
  • 31. október - Fellibylurinn Goni gekk á land í Catanduanes á Filippseyjum og olli miklu tjóni.
  • 31. október - Brandenborgarflugvöllur í Berlín var opnaður eftir 14 ára byggingartímabil.

Nóvember

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Bandaríkjamaður kýs í forsetakosningunum.

Desember

2020: Atburðir, Fædd, Dáin 
Anthony Fauci, sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna, fær fyrstu sprautuna af Moderna-bóluefninu 22. desember.

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tags:

2020 Atburðir2020 Fædd2020 Dáin2020 Nóbelsverðlaunin2020Gregoríska tímataliðRómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

BreiðholtNew York-borgÖndRíkisútvarpiðKrav MagaLandsbankinnRíkisstjórn ÍslandsIndlandBjarni Benediktsson (f. 1970)TaubleyjaHvalveiðarHalla Hrund LogadóttirMediaWikiNáhvalurOMX Helsinki 25DýrafjörðurListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaLionel MessiReykjavíkEinokunarversluninÞróunarkenning DarwinsFyrri heimsstyrjöldinApríkósaYfirborðsflatarmálVörumerkiRökhyggjaSterk sögnHafþór Júlíus BjörnssonSíderEistlandJón Sigurðsson (forseti)HugmyndSævar Þór JónssonBruce McGillÁstþór MagnússonHelga ÞórisdóttirHellisheiðarvirkjunBacillus cereusNoregurHamskiptinBloggListi yfir risaeðlurGuðmundur Ingi GuðbrandssonListi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillurHallgrímur PéturssonListi yfir landsnúmerÍslensk krónaEinar Þorsteinsson (f. 1978)Thomas JeffersonListi yfir íslensk skáld og rithöfundaOrkumálastjóriAkureyriSvíþjóðSöngvakeppnin 2024ÖrlygsstaðabardagiPáskarÞór/KAElvis PresleyKvenréttindi á ÍslandiLögreglan á ÍslandiPharrell WilliamsMannshvörf á ÍslandiHerdís ÞorgeirsdóttirJólasveinarnirForsetakosningar á ÍslandiOrlando BloomSkjaldarmerki ÍslandsISO 4217VífilsstaðavatnSuðurlandsskjálftiMiðjarðarhafiðHolland🡆 More